Bækur seljast upp á nóttunni

Seljast stundum upp í Nettó í Mjódd á nóttunni.
Seljast stundum upp í Nettó í Mjódd á nóttunni. mbl.is/Kristinn

Um þúsund manns heimsækja verslunina Nettó í Mjódd frá klukkan hálfátta á kvöldin til tíu á morgnana hvern dag, síðan farið var að hafa þar opið allan sólarhringinn 2. desember síðastliðinn.

Með þessum afgreiðslutíma dembdi Nettó sér í jólabókastríðið og hóf að bjóða vænan afslátt af völdum bókum.

„Við erum með afslátt af öllum bókum allan sólarhringinn og síðan erum við með sértilboð yfir ákveðinn tíma hvort sem er um nótt eða dag. Næturtilboðin gilda frá miðnætti til klukkan átta að morgni,“ segir Stefán Guðjónsson, forstöðumaður innkaupa- & markaðssviðs hjá Samkaupum sem reka Nettó verslanirnar.

Næturtilboðin á bókunum eru meðal annars til að lokka fólk í búðina á þeim tíma. Viðtökurnar við nýjum afgreiðslutíma hafa farið langt fram úr væntingum að sögn Stefáns.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert