Jón Gnarr fékk tré í Grýluskógi

Jón Gnarr með jólatréð sem hann valdi sér í Grýluskógi.
Jón Gnarr með jólatréð sem hann valdi sér í Grýluskógi. Kristinn Ingvaarsson

Jón Gnarr borgarstjóri valdi sér jólatré í Jólaskóginum á nýjum stað við Hjallabraut í Heiðmörk í morgun. Þar er mikið úrval jólatrjáa sem fólk getur sagað eftir smekk og burðargetu og er aðeins eitt verð í gangi, samkvæmt frétt frá Heiðmörk.

„Jólamarkaður Skógræktarfélags Reykjavíkur á Elliðavatni í Heiðmörk verður opinn allar helgar fram að jólum milli klukkan 11 og 17. Skógræktarfélagið selur jólatré og tröpputré og ýmsan annan varning sem á uppruna sinn í skógum Heiðmerkur,“ segir í tilkynningu Heiðmerkur.

„Auk jólatrjáasölu og íslensks handverks er nú sem endranær töluverð menningardagskrá í gangi á Jólamarkaðnum. Rithöfundar lesa upp úr nýjum bókum sínum, bæði fyrir börn og fullorðna, á hverjum degi, bæði í kaffistofunni og eins við varðeld í Rjóðrinu skammt frá bænum.

Harmonikkuleikarar  þenja nikkur sínar alla daga og fleiri tónlistaratriði verða í boði. Þá býður markaðurinn upp á hestamennsku á laugardögum, því þá er teymt undir börnum á túninu neðan við bæinn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert