Skerðast lífeyrisgreiðslur?

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Árni Sæberg

Stjórnvöld hyggjast fjármagna tímabundna vaxtaniðurgreiðslu með nýjum skatti á hreina eign lífeyrissjóða sem gæti orðið til þess að lífeyrir þeirra sem fá greitt úr almennum lífeyrissjóðum lækki. Skatturinn hefur engin áhrif á þá sem fá greitt úr opinberum sjóðum, ríkisábyrgð er á þeim.

„Þetta er skattlagning á eignir lífeyrissjóðanna, en í rauninni er þetta skattlagning á lífeyrisgreiðslurnar sjálfar og lífeyrisréttindin. Lífeyrissjóðirnir eru ekkert annað en lífeyrisréttindi og væntanlegar lífeyrisgreiðslur,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við RÚV í kvöld. „Í lífeyrissjóðnum Gildi, til að mynda, eru þetta 2,5% af lífeyrisgreiðslunum.“

Vilhjálmur segir að svo hár skattur geti þýtt að lífeyrissjóðirnir verði að bregðast við með því að skerða greiðslur til félagsmanna sinna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert