Hálkublettir eru á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en á Suðurlandi er víða nokkur hálka eða jafnvel snjóþekja. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og ýmist snjóþekja eða hálkublettir á Suðurnesjum og Suðurstrandarvegi, að sögn Vegagerðarinnar.
Á Vesturlandi eru hálkublettir eða hálka en þæfingsfærð er á Fróðárheiði. Hálka og snjóþekja er á flestum vegum á Vestfjörðum. Snjóþekja og éljagangur er á Steingrímsfjarðarheiði.
Á Norðurlandi er víðast hvar snjóþekja, hálka og éljagangur. Þæfingsfærð er á Siglufjarðarvegi en verið er að moka. Hálka eða hálkublettir eru um allt austanvert landið. Hálka og snjóþekja er á Suðausturlandi.