Gáfu Fjölskylduhjálpinni yfir 400 kuldaflíkur

Gunnlaugur S. Gunnarsson, frá Fjölskylduhjálpinni, og Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri …
Gunnlaugur S. Gunnarsson, frá Fjölskylduhjálpinni, og Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°NORÐUR.

Fyrirtækið 66°Norður hefur ákveðið að gefa Fjölskylduhjálp Íslands kuldafatnað fyrir börn. Um er ræða rúmlega 300 kuldagalla, 100 kuldaúlpur og 350 húfur og vettlinga.

„Þetta er alveg einstaklega góð gjöf sem kemur sér ákaflega vel á þessum tímum. Við erum afar þakklát fyrir þennan hlýhug,“ er haft eftir Gunnlaugi S. Gunnarssyni, sjálfboðaliða hjá Fjölskylduhjálpinni, í tilkynningu, en hann tók á móti kuldafatnaðinum.

Þá segir í tilkynningu að heildarverðmæti fatnaðarins sé sjö milljónir kr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert