Kjósa um framkvæmdir í hverfum

Reykjavík á vetrardegi. Borgarbúar hafa áhrif á nærsamfélagið í fyrirhuguðum …
Reykjavík á vetrardegi. Borgarbúar hafa áhrif á nærsamfélagið í fyrirhuguðum framkvæmdakosningum. mbl./ Sigurður Bogi

Reykjavíkurborg óskar nú eftir hugmyndum á vefnum Betri Reykjavík til eflingar og fegrunar í hverfum borgarinnar. Sett hefur verið upp undirsíða á vefnum sem nefnist Betri hverfi. Þar geta íbúar sett inn hugmyndir að smærri nýframkvæmdum og viðhaldsverkefnum, stutt hugmyndir annarra eða hafnað.

Íbúar geta sett inn hugmyndir til 16. janúar nk. Eftir það verða efstu hugmyndir teknar af vefnum og metnar af fagsviðum borgarinnar. Ef framkvæmd heyrir undir borgina verða þær kostnaðarmetnar en síðan verður kosið um þær í rafrænni og bindandi kosningu í mars. Er ætlunin að veita 300 millj. kr. til þessara verkefna á næsta ári.

Sérstaklega er óskað er eftir hugmyndum sem geta haft áhrif á umhverfi og möguleika til útivistar og samveru, aðstöðu eða tækifæri til leikja eða afþreyingar, bætta aðstöðu og möguleika gangandi vegfarenda eða bætta aðstöðu fyrir notendur strætó.

Þau fagsvið borgarinnar sem vinna úr hugmyndum íbúa eru framkvæmda- og eigna-, skipulags- og byggingar-, og umhverfis- og samgöngusvið. Í því felst að hugmyndirnar eru kostnaðarmetnar, auk þess sem metið er hvort framkvæmd þeirra sé í verkahring borgarinnar og þær falli að skipulagi hennar og séu í samræmi við annað.

Í framhaldinu munu hverfaráðin stilla upp verkefnum sem íbúum gefst kostur á að kjósa um með rafrænum hætti. Niðurstaða um val verkefna er bindandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka