Þingmaðurinn Guðmundur Steingrímsson, sem vinnur að stofnun nýs stjórnmálaflokks með Besta flokknum og fleiri aðilum, segir að sér hafi liðið illa í Framsóknarflokknum.
„Mér leið illa í Framsóknarflokknum,“ sagði Guðmundur, sem var gestur ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur, í þættinum Silfur Egils, sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu í dag.
Spurður hvort hann hefði upplifað foringjaræði í flokknum sagði Guðmundur: „Ég upplifði mjög slæman kúltúr já, í Framsóknarflokknum. Margt af því sem ég upplifði þar er núna veganesti fyrir mann, þegar maður segir að það þurfi að, og það sé hægt, að búa til stjórnmálaflokk sem einkennist af betri kúltúr. Og fólki líður betur í,“ sagði Guðmundur.