Voru í skálanum yfir nótt

Björgunarsveitarfólk að störfum. Mynd úr safni.
Björgunarsveitarfólk að störfum. Mynd úr safni.

Mennirnir fjórir sem fundust í Egilsselsskála við Kollumúlavatn nú í kvöld voru búnir að hafast við þar frá því síðdegis í gær en ekkert símasamband er á svæðinu. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum gerðu mennirnir rétt í því að ákveða að halda kyrru fyrir í skálanum þegar slæmt veður skall á í gær.

Ekkert amar að mönnunum en ekkert hafði til þeirra spurst frá því í gær. Hafa um 50-60 björgunarsveitarmenn ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar leitað mannanna í dag. Fannst bíll þeirra á vegi við Keldárstíflu. Var það svo þyrlan sem fann mennina í skálanum í flaug með þá á Egilsstaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert