Á stolnum bíl við félagsheimili Vítisengla

Félagsheimili MC Iceland í Hafnarfirði.
Félagsheimili MC Iceland í Hafnarfirði.

Lögreglumenn í sérsveit lögreglu handtóku á laugardagskvöld tvo menn að Gjáhellu 5 í Hafnarfirði, fyrir utan höfuðstöðvar Hells Angels á Íslandi, en sama kvöld fór þar fram jólaskemmtun samtakanna. Mennirnir voru á stolnum bíl og reyndust hafa á sér bæði fíkniefni og hnífa.

Að sögn lögreglu viðurkenndi annar mannanna að þeir hefðu verið að koma af jólahlaðborði MC Iceland, sem er yfirlýst fjölskylduskemmtun. Ljóst þyki að mennirnir tveir tengist samtökunum, en auk fíkniefna og hnífa höfðu þeir að sögn lögreglu einnig í fórum sínum tölvuvog sem á var rauður límmiði til stuðnings Hells Angels.

Mennirnir voru handteknir klukkan 23 um kvöldið en bíllinn hafði verið tilkynntur stolinn nokkru fyrr. Málið fer til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og má ætla að mennirnir verði kærðir fyrir bílstuldinn og fyrir vörslu ólöglegra fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert