1.300 skjálftar í nóvember

Horft til vesturs yfir Mýrdalsjökul
Horft til vesturs yfir Mýrdalsjökul mbl.is/Rax

Um 1.300 jarðskjálftar mældust með mælakerfi Veðurstofu Íslands í síðasta mánuði. Stærsti jarðskjálftinn var 3,5 að stærð með upptök í sunnanverðri Kötluöskju þann 8. nóvember kl. 09:50. Hann fannst vel í Vík og nágrenni. Flestir jarðskjálftar í mánuðinum voru staðsettir undir Mýrdalsjökli, og þá aðallega undir Kötluöskju, og við Húsmúla á Hellisheiði.

Yfir 350 skjálftar voru staðsettir undir Mýrdalsjökli, flestir innan Kötluöskju. Hluti af þessari skjálftavirkni kom í hrinum. Nokkuð mældist af skjálftum í vestanverðum jöklinum og nokkur smáskjálftavirkni var við Hafursárjökul sunnan Kötluöskju. Á annan tug skjálfta voru staðsettir á Torfajökulssvæðinu, stærsti 1,6 stig, og nokkrir smáskjálftar undir Eyjafjallajökli.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert