Rarik hefur ákveðið að taka tilboði frá danska fyrirtækinu Lögstör Rör fyrir stofnpípu Hitaveitu Blönduóss frá Reykjum á Húnavöllum til Skagastrandar og plastpípur fyrir dreifikerfi nýrrar hitaveitu á Skagaströnd og í nærliggjandi í dreifbýli. Fyrirtækið Set á Selfossi átti næstlægsta tilboðið.
Fjögur fyrirtæki sendu tilboð í verkið og hefur Rarik ákveðið að taka tilboði frá Lögstör Rör. Það hljóðaði upp á 2,9 milljónir evrur eða um 465 milljónir króna. Tilboð Set var 7,7% hærra, eða tæplega 3,2 milljónir evra. Verkið var boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu.
Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri röraverksmiðjunnar Set, segir í samtali við Sunnlenska að það sé erfitt að sjá á eftir þessu stóra verkefni því að lítið sé um nýframkvæmdir á þessu sviði hérlendis þessi misserin.