Fjárhagsleg áhrif óljós

Verið er að auka álögur á atvinnulífið og skerða bætur …
Verið er að auka álögur á atvinnulífið og skerða bætur almannatrygginga að raungildi, segir stjórnarandstaðan. mbl.is/Ómar

„Það er verið að auka álögur á atvinnulífið, sem kemur í veg fyrir að hægt verði að minnka atvinnuleysið. Það kemur líka verulega á óvart að norræn velferðarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ætli að skerða raungildi bóta almannatrygginga aldraðra og öryrkja á næsta ári.“

Þetta sagði Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sem á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, að loknum fundi í gærkvöldi. Þar samþykkti nefndin tillögur meirihlutans um breytingar á „bandorminum“, frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Þar má nefna skattþrep tekjuskatts, séreignarsparnað, auðlegðarskatt og fjársýsluskatt. Nefndin hélt tvo fundi í gær. Helgi Hjörvar, formaður nefndarinnar, kvaðst vonast til þess að önnur umræða um frumvarpið gæti hafist á Alþingi í dag og sú þriðja þegar liði á vikuna.

„Það var verið að vinna tillögur upp á margra milljarða skattlagningu á hlaupum frammi á gangi meðan verið var að fresta fundum. Þetta er náttúrlega óhæfa,“ sagði Tryggvi Þór Herbertsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði eftir að meta áhrifin af breytingatillögum til fjár og því hefði hvorki meirihluti né minnihluti vitað hver þau yrðu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert