Fjárhagsleg áhrif óljós

Verið er að auka álögur á atvinnulífið og skerða bætur …
Verið er að auka álögur á atvinnulífið og skerða bætur almannatrygginga að raungildi, segir stjórnarandstaðan. mbl.is/Ómar

„Það er verið að auka álög­ur á at­vinnu­lífið, sem kem­ur í veg fyr­ir að hægt verði að minnka at­vinnu­leysið. Það kem­ur líka veru­lega á óvart að nor­ræn vel­ferðar­stjórn Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur ætli að skerða raun­gildi bóta al­manna­trygg­inga aldraðra og ör­yrkja á næsta ári.“

Þetta sagði Birk­ir Jón Jóns­son, vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem á sæti í efna­hags- og viðskipta­nefnd Alþing­is, að lokn­um fundi í gær­kvöldi. Þar samþykkti nefnd­in til­lög­ur meiri­hlut­ans um breyt­ing­ar á „bandorm­in­um“, frum­varpi um ráðstaf­an­ir í rík­is­fjár­mál­um, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Þar má nefna skattþrep tekju­skatts, sér­eign­ar­sparnað, auðlegðarskatt og fjár­sýslu­skatt. Nefnd­in hélt tvo fundi í gær. Helgi Hjörv­ar, formaður nefnd­ar­inn­ar, kvaðst von­ast til þess að önn­ur umræða um frum­varpið gæti haf­ist á Alþingi í dag og sú þriðja þegar liði á vik­una.

„Það var verið að vinna til­lög­ur upp á margra millj­arða skatt­lagn­ingu á hlaup­um frammi á gangi meðan verið var að fresta fund­um. Þetta er nátt­úr­lega óhæfa,“ sagði Tryggvi Þór Her­berts­son, full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins. Hann sagði eft­ir að meta áhrif­in af breyt­inga­til­lög­um til fjár og því hefði hvorki meiri­hluti né minni­hluti vitað hver þau yrðu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka