Katrín Júlíusdóttir ferðamálaráðherra afhenti í dag forsvarsmönnum „Heilsu og trúar“ hvatningarverðlaun í heilsuferðaþjónustu en verkefnið felst í að bjóða heilsuferðir fyrir trúaða Bandaríkjamenn þar sem hver hluti verkefnisins er nátengdur heilbrigði og trú með sterkri tilvísun í íslenska náttúru og menningu.
Fram kemur í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu að verkefnið „Heilsa og trú“ felist í að bjóða heilsuferðir fyrir trúaða Bandaríkjamenn þar sem hver hluti verkefnisins sé nátengdur heilbrigði og trú með sterkri tilvísun í íslenska náttúru og menningu. Um sé að ræða 14 daga hreinsandi meðferð, kennslu á andlega sviðinu og leiðtogaþjálfun samhliða föstu.
Að verkefninu standa Heilsuhótel Íslands, Haukur Ingi Jónasson, Icelandair, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Nordic eMarketing og Team Works/David Jack.