Loðnuskip í landi vegna ótíðar

Loðnuskip á Faxaflóa.
Loðnuskip á Faxaflóa. mbl.is/Árni Sæberg

Ótíð hefur hamlað loðnuveiðum og er flotinn kominn í land, aðallega út af slæmu veðri, að sögn Ingimundar Ingimundarsonar, rekstrarstjóra uppsjávarskipa HB Granda.

„Við erum ekki alveg búnir að gefa upp vonina,“ sagði Ingimundur. Lundey NS og Faxi RE eru í höfn á Vopnafirði og er Lundey tilbúin að fara út ef það verður einhver friður til veiða. Áhafnirnar eru því ekki komnar í jólafrí.

„Þetta er búin að vera andstyggileg tíð,“ sagði Ingimundur. „Við vorum að segja að við hefðum fengið svo gott veður í vor og í sumar að við hlytum að fá það einhvern tíma í hausinn og það kom þá heldur betur. Frá því Víkingur AK fór í loðnuleit í október er nánast búin að vera standandi bræla, allavega í Grænlandssundinu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert