Næstmesta brottflutningsárið

Samtök atvinnulífsins segja forsætisráðherra ekki fara með rétt mál.
Samtök atvinnulífsins segja forsætisráðherra ekki fara með rétt mál. mbl.is/Kristinn

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins segja Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur ekki fara með rétt mál í frétt­um Rík­is­út­varps­ins, að fólks­flutn­ing­ar núna séu ekk­ert meiri en í venju­legu ár­ferði. Að óbreyttu stefni í næst­mesta brott­flutn­ings­ár Íslend­inga í sög­unni. 

„Þetta er því miður ekki rétt hjá for­sæt­is­ráðherra,“ seg­ir í um­fjöll­un á vefsíðu SA vegna um­mæla for­sæt­is­ráðherra í frétt­um í dag.

SA benda á að sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Hag­stof­unn­ar hafi brott­flutt­ir um­fram aðflutta verið tæp­lega 1.400 á fyrstu níu mánuðum þessa árs. „Brott­flutt­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar um­fram aðflutta voru 1.320 og er­lend­ir voru 80. Ef fram held­ur sem horf­ir verða brott­flutt­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar um­fram aðflutta 1700-1800 á ár­inu öllu. Ef svo fer verður árið 2011 næst­mesta brott­flutn­ings­ár Íslend­inga í sög­unni í fjölda ein­stak­linga talið. Ein­ung­is árið 2009 er hærra með tæp­lega 2.500 brott­flutta Íslend­inga um­fram aðflutta en árið 2010 voru þeir 1.700,“ seg­ir í um­fjöll­un SA.  

Þar seg­ir einnig að í lok sept­em­ber þessa árs hafi íbú­ar lands­ins verið 319.090 og fjölgað  um 600 frá ára­mót­um. „Ef ekki hefði komið til 1.400 manna brott­flutn­ing­ur um­fram aðflutta hefði fjölg­un­in numið 2.000.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert