Ræða frestun Norðfjarðargangna

Alþingi mun í vetur fjalla um endurskoðun samgönguáætlunar.
Alþingi mun í vetur fjalla um endurskoðun samgönguáætlunar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samgöngunefnd Alþingis ræðir um að fresta framkvæmdum við Norðfjarðargöng til áranna 2015-2018, en núverandi samgönguáætlun gerir ráð fyrir að þær hefjist á næsta ári.

Framsóknarfélag Fjarðabyggðar hefur sent frá sér ályktun þar sem þessari fyrirhuguðu frestun er harðlega mótmælt.Ef af verður er um að ræða stórfelld svik á loforðum sem gefin voru af hálfu ríkisvaldsins í aðdraganda sameiningar sveitarfélaganna sem mynda Fjarðabyggð. Norðfjarðargöng eru algjör forsenda fyrir eðlilegri íbúaþróun og þjónustusókn íbúa sveitarfélagsins og í raun Austfirðinga allra, sem þurfa að fara yfir hættulegan fjallveg til að sækja lífsnauðsynlega þjónustu. Jafnframt minnir Framsóknarfélag Fjarðabyggðar á að ríflega fjórðungur útfluttra verðmæta frá Íslandi á uppruna sinn í Fjarðabyggð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert