Sokkar á snúru í hálft annað ár

Ullarsokkarnir hafa verið á snúrunni frá því sumarið 2010.
Ullarsokkarnir hafa verið á snúrunni frá því sumarið 2010. Mynd: Sigmundur Þórðarson

Ullarsokkar hafa hangið á snúru á Gemlufallsheiði í næstum eitt og hálft ár. Sigmundi Fríðar Þórðarsyni, íbúa á Þingeyri, finnst nóg um og leitar nú eigandans.

„Ég undirritaður er reiðubúinn að aðstoða hann eða hana, sem hengdi sokkana sína til þerris á Gemlufallsheiði sumarið 2010, og taka þá niður og geyma. Hafa þeir því hangið þarna hálft annað ár,“ segir hann í yfirlýsingu sem hann hefur beðið vefinn bb.is að koma á framfæri fyrir sig.

„Einnig hef ég mikinn áhuga á að eignast samskonar klemmur og hér hafa verið notaðar, því ég hef aldrei séð aðrar eins klemmur, með þetta langan líftíma, alla mína ævi. Er farinn að halda að það sé aldrei neitt að veðri á Gemlufallsheiði!“

Sigmundur biður sokkaeigandann að hafa samband í gegnum netfangið sigmfth@simnet.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka