Sveitarfélög taka á sig 1,5 milljarða

Talið er að breytingin geti í upphafi snert um 1.000 …
Talið er að breytingin geti í upphafi snert um 1.000 manns, mbl.is/Ómar

„Við reyndum hvað við gátum fram á síðustu stundu að koma í veg fyrir þetta,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og vísar þar til áforma stjórnvalda um breytingar á greiðslu atvinnuleysisbóta.

Um áramótin á að taka gildi sú breyting að þeir sem hafa verið 42 mánuði samfellt á atvinnuleysisbótum detta út af skrá í þrjá mánuði og verða á þeim tíma að reiða sig á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna.

Gert er ráð fyrir þessari breytingu í fjárlögum en frumvarp til breytinga um almannatryggingar er til meðferðar hjá velferðarnefnd Alþingis fyrir 2. umræðu.

Sveitarfélögin eru mjög ósátt við þessi áform en þau fá enga sérstaka greiðslu frá ríkinu vegna þessa. Talið er að viðbótarútgjöld sveitarfélaganna geti numið um 1,5 milljörðum króna. Halldór óttast að sum sveitarfélög eigi mjög erfitt með að taka á sig auknar byrðar. Ljóst sé að einhver önnur þjónusta geti þurft að víkja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert