Atvinnulausum fjölgar hjá Eflingu

Úr Kringlunni. Margir félagsmenn í Eflingu horfa fram á að …
Úr Kringlunni. Margir félagsmenn í Eflingu horfa fram á að hafa lítið á milli handanna um jólin. Eggert Jóhannesson

„Það voru á þriðja þúsund á at­vinnu­leys­is­skrá hjá okk­ur í haust­byrj­un. Það er alltof mikið. Þegar há­bjargræðis­tím­an­um lauk í sum­ar tók þessi tala að hækka á ný,“ seg­ir Sig­urður Bessa­son, formaður Efl­ing­ar stétt­ar­fé­lags, um at­vinnuþref hjá mörg­um fé­lags­mönn­um.

Um­skipt­in sem Sig­urður vís­ar til urðu í sept­em­ber og er nú svo komið að milli 2.400 og 2.500 fé­lags­menn í Efl­ingu eru án at­vinnu.

Aðspurður um fram­haldið kveðst Sig­urður ótt­ast að erfið staða hjá ríki og sveit­ar­fé­lög­um kunni að koma fram í frek­ari upp­sögn­um á næsta ári.

Ófag­lærðir missa vinn­una

Nú þegar hafi til dæm­is hátt í 300 fé­lags­menn í Efl­ingu misst vinn­una hjá Land­spít­al­an­um, þar með tald­ar ræst­ing­ar­kon­ur sem hafi starfað við spít­al­ann í ára­tugi.

„Við vonuðumst til þess að nú væri far­inn að verða ákveðinn viðsnún­ing­ur en það höf­um við ekki séð til þessa. Þvert á móti erum við núna að sjá fjölg­un á at­vinnu­leys­is­skránni eft­ir tíma­bundna fækk­un síðari mánuði sum­ars," seg­ir Sig­urður og held­ur áfram.

Hag­vaxt­ar­töl­ur skila sér ekki

„At­vinnu­leys­istöl­urn­ar eru alltof háar í byrj­un vetr­ar þar sem við vit­um að það verður enn frek­ari sam­drátt­ur, líkt og yf­ir­leitt er yfir vetr­ar­mánuðina á Íslandi. Maður hefði talið að það myndi fækka meira á at­vinnu­leys­is­skránni yfir sum­ar­mánuðina, þegar at­vinnu­stigið er hvað öfl­ug­ast, en raun­in varð.

Þær hag­vaxt­ar­töl­ur sem vísað er til í umræðu um stöðu efna­hags­mála hafa ekki skilað sér í fjölg­un starfa. Við ótt­umst að horfa fram á mjög harðan vet­ur,“ seg­ir Sig­urður Bessa­son, formaður Efl­ing­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert