Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir Íslendinga hafa sterk efnisleg rök að byggja á í málarekstrinum gegn ESA. Hann segir Breta og Hollendinga jafnframt ætla sér að gera ástandið á Íslandi að féþúfu en hafi á engum efnislegum rökum að byggja.
Enn er ekki búið að birta stjórnvöldum stefnuna en það verður gert von bráðar þá þurfa stjórnvöld að útbúa greinargerð sem lögð verður fyrir EFTA dómstólinn en Árni Páll á von á að málið fari fyrir rétt að ári liðnu.
Þetta segir Árni um ákvörðun Eftirlitsstofnununar EFTA (ESA) um að stefna íslenskum stjórnvöldum fyrir dóm vegna Icesave-deilunnar.