Hægt verði að beita refsiaðgerðum

Makríll
Makríll

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins legg­ur til að reglu­gerð verði samþykkt sem geri ESB kleift að beita þjóðir refsiaðgerðum sem stunda ósjálf­bær­ar fisk­veiðar og standa utan ESB. Þetta á m.a. við um mak­ríl­veiðar Íslend­inga.

Í til­kynn­ingu frá fram­kvæmda­stjórn­inni seg­ir að þegar Evr­ópuþingið og ráð ESB hef­ur samþykkt reglu­gerðina þá muni ESB búa yfir öfl­ugu vopni sem hægt verði að beita á til að draga hratt úr ósjálf­bær­um fisk­veiðum og auka sam­starf á sam­eig­in­leg­um fiski­miðum.

Seg­ir að aðgerðirn­ar séu af ýms­um toga. M.a. verði hægt að tak­marka inn­flutn­ing á fiski. Mak­ríl­inn er hins veg­ar ekki sér­stak­lega til­greind­ur í til­kynn­ing­unni. Seg­ir enn­frem­ur að með þessu sé tryggt að farið verði eft­ir alþjóðleg­um lög­um.

Fram­kvæmda­stjórn­in seg­ir að um­rædd ríki muni fá tæki­færi til að skýra sína af­stöðu áður en aðgerðirn­ar fái grænt ljós. Þau fá jafn­framt tæki­færi til að bæta ráð sitt til að kom­ast hjá refsiaðgerðum.

Haft er eft­ir Mariu Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóra ESB, að um tíma­mót sé að ræða. Muni aðgerðirn­ar hljóta bless­un ESB-ríkj­anna og Evr­ópuþings­ins þá muni menn í fyrsta sinn búa yfir verk­færi sem muni aðstoða sam­bandið við að vernda þá fiski­stofna sem ESB deil­ir með öðrum ríkj­um. Dam­anaki seg­ir að þetta sé afar mik­il­vægt fyr­ir sjáv­arþorp og til að viðhalda teg­und­um til langs tíma litið. Það sé bæði í þágu neyt­enda og sam­fé­lags­ins í heild.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka