Missi ekki bætur í 3 mánuði

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Ernir

Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, ger­ir sér von­ir um að sátt sé að nást í viðræðum við stjórn­völd sem verði til þess að þau falli frá áform­um um að þeir sem hafa verið at­vinnu­laus­ir leng­ur en þrjú ár falli af bót­um í 3 mánuði áður en rétt­ur þeirra end­ur­nýj­ast.

Gylfi seg­ir að ná­ist þetta í gegn eins og von­ir standi til, verði meiri áhersla lögð á vinnumiðlun og virk­ar aðgerðir fyr­ir þá sem eru án at­vinnu, sér­stak­lega lang­tíma­at­vinnu­lausa.

For­ystu­menn verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar gagn­rýna harðlega ýms­ar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar, ekki síst boðaðan eign­ar­skatt á líf­eyr­is­sjóði. Viðræður eiga sér stað milli for­svars­manna ASÍ og ráðherra þessa dag­ana um þetta mál og fleiri sem deilt er um.

Fram hef­ur komið að reynt verði að finna ein­hverja leið til að koma í veg fyr­ir að skatt­lagn­ing á sjóðina hafi áhrif á líf­eyr­is­rétt­indi. Eng­in niðurstaða ligg­ur enn fyr­ir um þetta.

Gylfi seg­ist binda ákveðnar von­ir við að hægt verði að tryggja að ekki komi til skerðing­ar líf­eyr­is­rétt­inda launa­fólks. „Þetta er al­gjört for­gangs­verk­efni. Að öðrum kosti erum við nauðbeygðir til að láta á þetta reyna sem brot á jafn­ræðis­regl­unni,“ seg­ir hann.

Verka­lýðshreyf­ing­in gagn­rýn­ir einnig harðlega til­lög­ur sem fela í sér að bæt­ur al­manna­trygg­inga og at­vinnu­leys­is­trygg­inga hækki aðeins um 3,5% þvert á lof­orð stjórn­valda við gerð kjara­samn­inga sl. vor. Ekki hef­ur tek­ist að leiða þenn­an ágrein­ing til lykta en verka­lýðshreyf­ing­in og at­vinnu­rek­end­ur munu fara yfir hvort for­send­ur kjara­samn­inga halda í næsta mánuði.

Í viðræðunum við stjórn­völd hef­ur hins veg­ar náðst ár­ang­ur í öðrum mál­um að sögn Gylfa, sem bend­ir á að fallið hef­ur verið frá áform­um um að láta fjár­sýslu­skatt­inn einnig ná til líf­eyr­is­sjóðanna.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert