Ræddu leiðir til að endurvekja friðarferlið

Össur og dr. Riad Malki, ræddu m.a. um umsókn Palestínu …
Össur og dr. Riad Malki, ræddu m.a. um umsókn Palestínu um aðild að Sameinuðu þjóðunum.. Ljósmynd/Árni Sæberg

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og dr. Riad Malki utanríkisráðherra Palestínu ræddu samskipti Íslands og Palestínu og leiðir til þess að endurvekja friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs á fundi sínum síðdegis í dag.

Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins um viðræðurnar ræddu ráðherrarnir einnig um umsókn Palestínu um aðild að Sameinuðu þjóðunum og yfirlýstan stuðning Íslands við hana.

Heimsókn dr. Malki til Íslands hófst í dag en í fyrramálið munu ráðherrarnir halda sameiginlegan blaðamannafund í Þjóðmenningarhúsinu kl 10:30 þar sem tilkynnt verður um formlega viðurkenningu Íslands á sjálfstæði og fullveldi Palestínu og um upptöku stjórnmálasambands milli ríkjanna.

Utanríkisráðherra Palestínu mun síðan flytja opinn fyrirlestur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í Norræna Húsinu kl 14:45 á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert