Sækja í betri laun í útlöndum

Rafvirkjar vinna fjölbreytt störf, bæði innandyra og utan.
Rafvirkjar vinna fjölbreytt störf, bæði innandyra og utan. mbl.is/Skapti

Atvinnuleysi meðal rafiðnaðarmanna er með minnsta móti miðað við flestar aðrar iðngreinar um þessar mundir eða um 2,5%. Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir að ef rafiðnaðarmenn hefðu ekki flutt af landi brott í stórum stíl til að vinna í nágrannalöndunum væri atvinnuleysið líklega 10-15%.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem Rafiðnaðarsambandið hefur um atvinnuleysi í nóvember voru 124 rafiðnaðarmenn þá atvinnulausir. Á höfuðborgarsvæðinu voru 30 atvinnulausir rafvirkjar í nóvember en þeir voru 35 í október, tveir á Norðurlandi, fjórir á Suðurlandi og þrír á Suðurnesjum, alls 39.

Að sögn Kristjáns hafa á milli 400 og 500 rafvirkjar fengið staðfestingu á réttindum sínum en slíkt sé nauðsynlegt hyggi menn á vinnu í útlöndum. „Menn fara fyrst og fremst til Noregs en einnig eitthvað örlítið til Grænlands og Danmerkur,“ segir Kristján. Þetta hafi ekkert frekar verið menn á atvinnuleysisskrá heldur hafi þeir farið út til að sækja sér betri laun en séu í boði hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert