Styðja tillögu um staðgöngumæðrun

Meirihluti velferðarnefndar leggur til að þingsályktunartillaga sem Ragnheiður Elín Árnadóttir Sjálfstæðisflokki og 22 þingmenn til viðbótar lögðu fram um staðgöngumæðrun verði samþykkt.

Skv. tillögunni er lagt til að velferðarráðherra verði falið að skipa starfshóp sem undirbúi frumvarp til laga sem heimili staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni sem lagt verði fyrir Alþingi svo fljótt sem verða má.

Nefndaráliti meirihluta velferðarnefndar var dreift á Alþingi í kvöld en undir það rita Álfheiður Ingadóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Lúðvík Geirsson, Kristján L. Möller, Pétur H. Blöndal, Unnur Brá Konráðsdóttir og Guðmundur Steingrímsson.

„Meirihlutinn telur mikilvægt að við frumvarpsvinnuna verði að setja í forgang að tryggja hag barnsins, rétt barnsins til kærleiksríkra foreldra, verndar, umönnunar og góðra uppeldisskilyrða. Meiri hlutinn leggur ríka áherslu á að við frumvarpsgerðina verði líkt og fram kemur í tillögugreininni horft til þessa. Þá hafnar hann því alfarið að með því að heimila staðgöngumæðrun sé verið að „versla með börn“ eins og einstakir umsagnaraðilar hafa haldið fram,“ segir í nefndarálitinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka