Tekið til ýtrustu varna

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ómar

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sagði á Alþingi í dag að það bíði nú Íslend­inga að taka til ýtr­ustu varna sinna í Ices­a­ve-mál­inu fyr­ir EFTA-dóm­stóln­um. Ákvörðun Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA um að höfða mál gegn Íslandi kæmi ekki á óvart.

Hann sagði að þær upp­lýs­ing­ar, sem Íslend­ing­ar hefðu komið á fram­færi um að eign­ir í búi Lands­bank­ans nægi fyr­ir öll­um for­gangs­kröf­um, hafi greini­lega ekki nægt Eft­ir­lits­stofn­un EFTA.

Ljóst væri að sig­ur væri ekki í höfn en áhætt­an hefði minnkað með batn­andi eigna­stöðu bús Lands­bank­ans. Það sýndi að tek­in hefði verið rétt ákvörðun árið 2009 um að eign­ir Lands­bank­ans verði látn­ar borga þenn­an óláns­reikn­ing að lang­mestu leyti.

En ekki væri horft fram­hjá því, að Ísland væri nú á leið fyr­ir dóm vegna brota á evr­ópsk­um regl­um. Því væri mik­il­vægt að horfa til þess, að uppi hefði verið laga­leg­ur ágrein­ing­ur og eðli­legt væri að hann gengi til dóm­stóla. Íslend­ing­ar væru síðan samn­ings­bundn­ir til að hlíta dómsniður­stöðu þegar hún lægi fyr­ir.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði að á sín­um tíma hefði staðið til að meina Íslend­ing­um að fara með málið fyr­ir dóm­stóla en Íslend­ing­ar hefðu þá eins og nú talið að hefðu laga­leg­an rétt.

Birgitta Jóns­dótt­ir, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, sagði að samstaða væri mik­il­væg og að fara ekki í gömlu Ices­a­ve-skot­graf­irn­ar.  „Lát­um Ices­a­ve ekki verða Tröll­ann fyr­ir þessi jól eins og þau síðustu,“ sagði Birgitta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert