Þingfundi, sem átti að hefjast klukkan 10.30 í dag, var frestað, fyrst um um hálfa klukkustund og síðan um annan hálftíma. Utanríkismálanefnd þingsins situr nú á fundi og fjallar um þá ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA að stefna Íslandi vegna Icesave-málsins.
Þá hafa formenn þingflokka verið boðaðir til fundar með forseta Alþingis.