Aðför að réttindum félagsmanna

Guðmundur Ragnarsson er formaður VM -Félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Guðmundur Ragnarsson er formaður VM -Félags vélstjóra og málmtæknimanna.

Stjórn VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna mótmælir harðlega öllum hugmyndum ríkisstjórnarinnar og Alþingis um aðför í formi skattlagningar á almenna lífeyrissjóðakerfið. 

Fram kemur í ályktun sem stjórnin samþykkti, að hún muni líta á allar aðgerðir í þá veru sem aðför að réttindum sinna félagsmanna. Öllum ráðum muni verða beitt af hálfu félagsins til að hnekkja slíkum ákvörðunum.

„Sá mikli ójöfnuður sem verið er að framkalla með svona hugmyndum er þvert á allar þær hugmyndir sem unnið hefur verið eftir undanfarin misseri, um jöfnun lífeyrisréttinda landsmanna. Þingmenn verða að átta sig á því að fjármunir lífeyrissjóðanna er ekki eign sjóðanna, þetta er sparnaður og eign einstaklinga sem þeir hafa lagt fyrir til að tryggja framfærslu á efri árum.

Stjórn VM telur ástæðu til að minna á þann ójöfnuð sem einnig er verið að framkalla með skerðingu bóta almannatrygginga, hjá þeim sem sýnt hafa fyrirhyggju og sparað til að eiga áhyggjulaust ævikvöld.

Stjórn félagsins efast um hæfi þingmanna um að taka ákvörðun um álögur á almennu lífeyrissjóðina, ef skoðaðar eru afleiðingar ákvarðana þeirra á eigin lífeyrisréttindi,“ segir í ályktuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert