Aðför að réttindum félagsmanna

Guðmundur Ragnarsson er formaður VM -Félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Guðmundur Ragnarsson er formaður VM -Félags vélstjóra og málmtæknimanna.

Stjórn VM - Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna mót­mæl­ir harðlega öll­um hug­mynd­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar og Alþing­is um aðför í formi skatt­lagn­ing­ar á al­menna líf­eyr­is­sjóðakerfið. 

Fram kem­ur í álykt­un sem stjórn­in samþykkti, að hún muni líta á all­ar aðgerðir í þá veru sem aðför að rétt­ind­um sinna fé­lags­manna. Öllum ráðum muni verða beitt af hálfu fé­lags­ins til að hnekkja slík­um ákvörðunum.

„Sá mikli ójöfnuður sem verið er að fram­kalla með svona hug­mynd­um er þvert á all­ar þær hug­mynd­ir sem unnið hef­ur verið eft­ir und­an­far­in miss­eri, um jöfn­un líf­eyr­is­rétt­inda lands­manna. Þing­menn verða að átta sig á því að fjár­mun­ir líf­eyr­is­sjóðanna er ekki eign sjóðanna, þetta er sparnaður og eign ein­stak­linga sem þeir hafa lagt fyr­ir til að tryggja fram­færslu á efri árum.

Stjórn VM tel­ur ástæðu til að minna á þann ójöfnuð sem einnig er verið að fram­kalla með skerðingu bóta al­manna­trygg­inga, hjá þeim sem sýnt hafa fyr­ir­hyggju og sparað til að eiga áhyggju­laust ævikvöld.

Stjórn fé­lags­ins ef­ast um hæfi þing­manna um að taka ákvörðun um álög­ur á al­mennu líf­eyr­is­sjóðina, ef skoðaðar eru af­leiðing­ar ákv­arðana þeirra á eig­in líf­eyr­is­rétt­indi,“ seg­ir í álykt­un­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert