„Það var farið yfir þetta mál á þingflokksfundi VG í kvöld. Þar var málið rætt út frá ýmsum hliðum. Mín afstaða er sú að það eigi ekki að draga málið til baka. Afskiptum Alþingis af málinu er lokið,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, um hugsanlega þingsályktunartillögu um að falla beri frá ákærunni á hendur Geir H. Haarde fyrir landsdómi.
„Málið er nú komið í hendur til þess bærra aðila sem eiga fjalla um það. Niðurstaða málsins á að vera í höndum landsdóms,“ segir Lilja Rafney.