Birgitta: Stormur í vatnsglasi

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, á Alþingi í kvöld.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, á Alþingi í kvöld. mbl.is/Ómar

„Þetta er stormur í vatnsglasi. Það er ekki meirihluti fyrir þessu á þingi,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, aðspurð hvort meirihluti sé fyrir því á þingi að vísa frá ákærunni á hendur Geir H. Haarde í landsdómsmálinu.

„Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru að leggja málið fram, ef til vill með stuðningi sínhvors þingmannsins úr stjórnarflokkunum, eða þar um bil. Það er hins vegar fráleitt að það sé meirihluti fyrir þessu á þingi.“

Þá segir Birgitta þann fréttaflutning að um fátt annað hafi verið rætt á Alþingi í dag en umrædda þingsályktunartillögu vera byggðan á „stórkostlegum ýkjum“.

Þingmenn séu uppteknir við að hnýta þá lausu enda sem þurfi að huga að áður en hlé verður gert á þingstörfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert