Fá ekki að fella tré í Öskjuhlíð

Öskjuhlíð.
Öskjuhlíð. mbl.is/RAX

Um­hverf­is- og sam­göngu­svið Reykja­vík­ur ákvað á fundi í dag, að verða ekki við beiðni Isa­via ohf. um að fella tré í Öskju­hlíð. 

Þetta kem­ur fram á vef Gísla Marteins Bald­urs­son­ar, borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins, í dag. Gísli Marteinn seg­ir, að Isa­via hafi viljað fella stór­an hluta elsta skóg­ar­ins í Öskju­hlíð.

Fé­lagið sagði í er­indi til Reykja­vík­ur­borg­ar, að tré í Öskju­hlíðinni hafi hækkað svo mikið að þau skapi hættu fyr­ir flug­vél­ar í aðflugi og flug­taki frá aust­ur-vest­ur­braut vall­ar­ins. Því þurfi að lækka eða fella þau tré sem skagi hátt upp í svo­kallaðan hindr­ana­flöt í Öskju­hlíð.

Á fundi um­hverf­is- og sam­göngu­sviðs í dag lá fyr­ir um­sögn frá Skóg­rækt­ar­fé­lagi Reykja­vík­ur en þar seg­ist fé­lagið leggj­ast al­farið gegn þeirri um­fangs­miklu trjá­eyðingu sem í upp­sigl­ingu sé í Öskju­hlíð. Það taki trjá­plönt­ur hálfa öld að ná þeirri hæð sem trén í Öskju­hlíð hafi náð.

„Ég fagna því þess vegna mjög að um­hverf­is- og sam­gönguráð hafi sam­ein­ast um að af­greiða er­indi Isa­via með eft­ir­far­andi hætti: „Eft­ir að hafa farið yfir þau gögn sem borist hafa get­ur Um­hverf­is- og sam­gönguráð ekki orðið við beiðni Isa­via um fell­ingu trjáa í Öskju­hlíð.“ (Vinstri græn tóku að vísu ekki þátt í bók­un­inni og vildu fresta mál­inu)." seg­ir Gísli Marteinn.

Vef­ur Gísla Marteins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert