Fann talsvert af smyglvarningi

Hluti af þeim smyglvarningi sem Tollgæslan lagði hald á.
Hluti af þeim smyglvarningi sem Tollgæslan lagði hald á. mynd/Tollgæslan

Tollgæslan fann talsvert magn af af smyglvarningi í flutningaskipi við komuna til landsins sl. þriðjudag.

Á vef Tollgæslunnar kemur fram að alls hafi níu tollverðir tekið þátt í aðgerðinni og þeir hafi lagt hald á varninginn.

Um er að ræða 30 karton af vindlingum, 30 lítra af sterku víni, tæplega 10 lítra af bjór og 3 lítra af léttvíni. Fram kemur að níu skipverjar hafi viðurkennt að eiga varninginn og málið teljist vera upplýst.

Tollgæslan gerir árlega upptækt mikið magn af ólöglega innfluttum varningi sem reynt er að smygla til landsins. Mörg þessara mála upplýsast eingöngu vegna aðstoðar almennings.

Starfsmenn Tollgæslunnar við leit í skipinu.
Starfsmenn Tollgæslunnar við leit í skipinu. mynd/Tollgæslan
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert