Friðarferli í gíslingu

Össur Skarphéðinsson ásamt Ryiad al-Maliki.
Össur Skarphéðinsson ásamt Ryiad al-Maliki. mbl.is/Golli

Samn­inga­ferlið milli Ísra­ela og Palestínu­manna er í blind­götu og mun verða það svo lengi, sem ekki verður breyt­ing á fyr­ir­komu­lag­inu. Þetta sagði Ryiad al-Maliki, ut­an­rík­is­ráðherra Palestínu, á opn­um fundi í Nor­ræna hús­inu síðdeg­is í dag.

„Fyr­ir tutt­ugu árum ákváðu Palestínu­menn að taka þátt í ráðstefn­unni í Madríd,“ sagði al-Maliki. „Síðan þá höf­um við tekið þátt af full­um krafti í samn­ingaviðræðum, sem átti að lykta með samn­ingi við Ísra­el sem myndi leyfa stofn­un sjálf­stæðs rík­is.“

Hann sagði að tutt­ugu árum síðar gæti hann ekki sagst vongóður um að viðræðurn­ar skiluðu friði. „Ferlið hef­ur tekið okk­ur öll í gísl­ingu,“ sagði al-Maliki og bætti við að það leyfði hvorki ár­ang­ur né niður­stöðu vegna ójafn­ræðis­ins milli samn­inga­manna. Ann­ars veg­ar væri her­náms­ríkið, hins veg­ar hinir her­numdu. Án þriðja aðila til að skakka leik­inn næðist aldrei niðurstaða.

Al-Maliki fagnaði á fund­in­um ákvörðun Íslend­inga um að viður­kenna sjálf­stæði Palestínu. Ut­an­rík­is­ráðherr­ann er á Íslandi í til­efni af þess­ari ákvörðun og í morg­un staðfestu hann og Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra með form­leg­um hætti upp­töku stjórn­mála­sam­bands milli Íslands og Palestínu í Þjóðmenn­ing­ar­hús­inu. „Ég vona að þessi ákvörðun muni verða til þess að önn­ur lönd á þess­um slóðum geri slíkt hið sama,“ sagði hann og vísaði meðal ann­ars til hinna Norður­land­anna og Eystra­salts­ríkj­anna. „Ég veit að ásetn­ing­ur­inn er til staðar, en hins rétta tíma er beðið.“

Frá fundinum í dag.
Frá fund­in­um í dag. mbl.is/​Golli
Ryiad al-Maliki. Mynd fengin af vef Wikipedia.
Ryiad al-Maliki. Mynd feng­in af vef Wikipedia.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert