Greiði Arion banka 6,4 milljarða

Hæstiréttur hefur dæmt félagið Materia Invest ehf. til að greiða Arion banka rúmlega 6,4 milljarða króna skuld.

Þar af voru kaupsýslumennirnir Magnús Ármann og Kevin Stanford,  tveir af aðaleigendum Materia Invest, dæmdir til að greiða bankanum 240 milljónir króna hvor. 

Um er að ræða deilu um lánasamning, sem Kaupþing, forveri Arion banka, og Materia Invest gerðu með sér 16. nóvember 2005. Fékk Materia Invest 4,2 milljarða króna lán og gengu þeir Magnús og Stanford í sjálfskuldarábyrgð fyrir hluta af láninu eða fyrir 240 milljónum króna hvor. Lánið var kúlulán sem átti að greiðast í einni greiðslu í nóvember 2008 en greiða átti vexti af láninu í nokkrum greiðslum.

Þegar innheimtumálið var höfðað í ársbyrjun 2009 nam skuldin rúmum 5 milljörðum króna auk vaxta að fjárhæð 1,3 milljörðum eða samtals 6.391.527.484 krónum.

Materia Invest er fjárfestingarfélag í eigu Kevins Stanfords, Magnúsar Ármanns og Þorsteins M. Jónssonar. Félagið átti m.a. stóran hlut í Stoðum. 

Hæstiréttur staðfesti dóm sem Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert