Stefnt er að hækkun lendingargjalda og farþegagjalda á Reykjavíkurflugvelli til jafns við gjöld á Keflavíkurflugvelli.
Þetta á að leiða til 250 milljóna kr. árlegrar tekjuaukningar að því er fram kemur í samgönguáætlun til næstu fjögurra ára sem innanríkisráðherra kynnti í gær.
Í samgönguáætlun segir að tekjuaukning af hækkun lendingar- og farþegagjalda verði nýtt í nauðsynlegar framkvæmdir og viðhald. Er við það miðað að hækkunin komi til framkvæmda í tveimur jafnstórum áföngum á árunum 2012 og 2013.