Hættum að lofa upp í ermina á okkur

Neskaupstaður.
Neskaupstaður. www.mats.is

Þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar gagn­rýndi harðlega á Alþingi í dag, hvers vegna for­gangs­röð hafi verið breytt í nýrri sam­göngu­áætlun og ekki sé gert ráð fyr­ir Norðfjarðargöng­um á næstu árum. Inn­an­rík­is­ráðherra sagði að stjórn­völd yrðu að sýna raun­sæi og ráðdeild og hætta að lofa upp í erm­ina á sér.

„Það er búið að lofa því aft­ur og aft­ur og aft­ur að Norðfjarðargöng séu í raun og veru það sem við mun­um fá gegn því að vera til­bú­in til að vinna sam­an. Kon­ur á Fljóts­dals­héraði og í Seyðis­firði voru til­bún­ar til að leggja af fæðing­arþjón­ustu á þeim stöðum vegna þess að  lofað var sam­göngu­bót­um, lofað Norðfjarðargöng­um í ára­tugi. Fjórðungs­sjúkra­húsið okk­ar er hand­an við handónýt jarðgöng. Kon­ur frá Seyðis­firði þurfa að fara yfir tvo hæstu fjall­vegi lands­ins til að fjölga sér,“ sagði Jón­ína Rós Guðmunds­dótt­ir, sem býr á Eg­ils­stöðum.

Ögmund­ur Jónas­son, inn­an­rík­is­ráðherra, sagði að stjórn­völd væru hætt að lofa upp í erm­ina á sér í sam­göngu­mál­um. „Það er grund­vall­ar­atriði að  við sýn­um raun­sæi og fyr­ir­hyggju, að við höf­um þá fjár­muni til ráðstöf­un­ar sem við erum að lofa að verja í fram­kvæmd­ir,“ sagði Ögmund­ur.

Hann bætti við að for­send­ur frá síðustu sam­göngu­áætlun stæðust að sjálf­sögðu ekki vegna þess að hér varð banka­hrun. For­send­ur nýrr­ar áætl­un­ar byggðist á nú­ver­andi aðstæðum.

„Ég hef alla tíð sagt að Norðfjarðargöng eru mjög brýn," sagði Ögmund­ur. En í sam­göngu­mál­um væri grund­vall­ar­atriði að fólk kom­ist á milli svæða og þar séu Vest­f­irðir lang­verst stadd­ir. Því væri gert ráð fyr­ir að hlut­falls­lega mestu fjár­magni verði varið til fram­kvæmda á Vest­fjörðum.

Þá sagði Ögmund­ur að þing­menn virt­ust telja að þeir stæðu sig af­skap­lega vel í hags­muna­gæslu fyr­ir sína um­bjóðend­ur með því að „tala upp móral­inn“ á viðkom­andi svæðum.

„Mér finnst þetta ekki rétt nálg­un og mér finnst hún í raun­inni ekki sæm­andi. Við erum ekki með þessa fjár­muni til ráðstöf­un­ar. Við erum að reyna að verja þeim tak­mörkuðu fjár­mun­um, sem við höf­um, eins vel og við  mögu­lega get­um til heil­brigðis­stofn­ana, til vel­ferðar­kerf­is­ins, al­manna­trygg­inga, til að tryggja kjör ör­yrkja og at­vinnu­lausra og þeirra sem hafa minnstu úr að spila í þjóðfé­lag­inu. Þetta erum við að fást við á þing­inu,“ sagði Ögmund­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert