Leggja 37 milljarða til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Seðlabankinn fer með fjárhagsleg tengsl við IGS fyrir hönd ríkissjóðs.
Seðlabankinn fer með fjárhagsleg tengsl við IGS fyrir hönd ríkissjóðs. mbl.is/Ómar

Ísland mun auka stofnfé sitt hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um 37 milljarða, verði frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi samþykkt. Seðlabankinn greiðir 9 milljarða strax en sjóðurinn eignast innistæðu í íslenskum krónum í Seðlabankanum fyrir því sem eftir stendur.

Í athugasemdum með frumvarpi sem Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra mælti fyrir í síðustu viku um hækkun stofnfjár Íslands og meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar leggur til að verði samþykkt óbreytt, kemur fram að ávinningur felist í því að aðildarríkin geti tekið hagstæð lán hjá sjóðnum og fái atkvæðavægi í samræmi við stofnfé.

Fjórðungur hækkunarinnar, eða rúmlega 9 milljarðar kr., er greiddur í gjaldeyri innan mánaðar. Seðlabanki Íslands greiðir fjárhæðina sem myndar sérstaka gjaldeyrisinnistæðu hjá sjóðnum og telst áfram til gjaldeyrisforða Íslands. Þrír fjórðu greiðast í íslenskum krónum, þó þannig að þeir eru ekki inntir af hendi heldur eignast sjóðurinn innistæðu í Seðlabankanum sem nemur þeirri fjárhæð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka