Lilja: Röng nálgun í máli Geirs

Lilja Mósesdóttir.
Lilja Mósesdóttir. mbl.is/Ómar

Lilja Mósesdóttir þingmaður telur ekki rétt að leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að fella beri niður ákæruna á hendur Geir H. Haarde fyrir landsdómi svo skömmu áður en hlé verður að óbreyttu gert á þingstörfum á laugardag.

„Ég skil ekki af hverju það þarf að hafa svo mikinn hraða á málinu. Ég er mjög treg til að grípa fram fyrir hendurnar á dómstólum,“ segir Lilja sem vildi að öðru leyti ekki ræða málið á þessu stigi.

Hún telur jafnframt að þjóðin og þingið þurfi að fá tíma til að kynna sér landsdómsmálið. Mikilvægt sé að ekki verði teknar skyndiákvarðanir, hvort það sem er í þessu máli eða öðrum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert