Málið gegn Geir verði fellt niður

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætis- og fjármálaráðherra.
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætis- og fjármálaráðherra. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Þingmenn stjórnarandstöðunnar undirbúa að leggja fram þingsályktunartillögu um að ákæran á hendur Geir H. Haarde, fv. formanni Sjálfstæðisflokksins, verði felld niður. Samkvæmt heimildum mbl.is eru nokkrir þingmenn í röðum stjórnarflokkanna fylgjandi tillögunni.

Þar á meðal eru þingmenn úr röðum Samfylkingarinnar og mun stuðningur þeirra hafa valdið miklum titringi innan raða flokksins dag. Með líku lagi eru einhverjir þingmenn úr röðum Vinstri grænna sagðir samþykkir tillögunni. Hreyfingin sé eini flokkurinn þar sem allir séu andvígir tillögunni.

Er jafnvel búist við að tillagan verði kynnt formlega í kvöld, ellegar á morgun, föstudag.

Klukkan sjö í kvöld verða haldnir þingflokksfundir hjá VG og Samfylkingu og mun málið vera aðalmál á dagskrá.

Geir er fyrsti íslenski stjórmmálamaðurinn sem þarf að taka til varna gegn landsdómi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert