„Það er enginn greiði við þingið, þjóðina eða þann sem fyrir dóminum stendur,“ segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, aðspurður um álit sitt á hugsanlegri þingsályktunartillögu um að hætta málaferlum á hendur Geir H. Haarde fyrir landsdómi.
Mörður kvaðst að öðru leyti ekki geta tjáð sig um málið á þessu stigi.
Hann hefði til að mynda ekki setið allan þingflokksfund Samfylkingarinnar í kvöld og væri því ekki til frásagnar um hvort málið hefði borið á góma þann hluta fundarins sem hann var fjarstaddur.