Reykjavíkurborg styrkir Samtökin '78

Markmið fræðslunnar er að upplýsa hvað í því felst að …
Markmið fræðslunnar er að upplýsa hvað í því felst að vera samkynhneigð, tvíkynhneigð eða transgender manneskja. mbl.is/Eggert

Reykjavíkurborg og Samtökin '78 hafa undirritað samstarfssamning til þriggja ára og tekur hann gildi 1. janúar 2012. Með samningnum skuldbinda Samtökin '78 sig til þjónustu við hinsegin fólk í Reykjavík ásamt fræðslu í skólum og til fagstétta borgarinnar.  

Fram kemur á vef Reykjavíkurborgar að styrkurinn nemi 2,5 milljónum króna á ári samningstímann á enda.

Markmið fræðslunnar sé að upplýsa hvað í því felist að vera samkynhneigð, tvíkynhneigð eða transgender manneskja og hvernig beri að nálgast þennan þátt lífsins á ábyrgan hátt.  

Haft er eftir Árna Grétari Jóhannssyni, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, að samningurinn sé fagnaðarefni. Fjárhæðin komi til með að tryggja og efla starfsemi Samtakanna næstu árin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka