Vel haldið á Icesave-máli

Árni Páll Árnason og Jóhanna Sigurðardóttir.
Árni Páll Árnason og Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Eggert

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir sagðist á Alþingi í dag vera sam­mála Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins, um að vel hefði verið haldið á Ices­a­ve-mál­inu að und­an­förnu hjá Árna Páli Árna­syni, efna­hags- og viðskiptaráðherra.  Hins veg­ar væru for­dæmi fyr­ir því að ut­an­rík­is­ráðherra fari með mál fyr­ir EFTA-dóm­stóln­um.

Sig­mund­ur Davíð sagðist vilja hrósa Jó­hönnu fyr­ir af­drátt­ar­laus og skýr viðbrögð í gær við áform­um Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA um að senda Ices­a­ve-málið til EFTA-dóm­stóls­ins. Spurði hann Jó­hönnu hvort hún væri ekki sam­mála um að vel hefði verið unnið að mál­inu í efna­hags- og viðskiptaráðuneyt­inu að und­an­förnu og hvort ekki væri æski­legt að málið verði áfram á for­ræði þess ráðuneyt­is eft­ir að það fer fyr­ir dóm­stól­inn.

Jó­hanna sagði að Árni Páll hefði staðið sig með stakri prýði. En stjórn­völd væru nú að skoða hvar for­svar þessa máls ætti að vera þegar það kem­ur fyr­ir EFTA-dóm­stól­inn og í þeim 10-12 til­vik­um þegar mál­um varðandi Ísland hef­ur verið vísað til dóm­stóls­ins frá ár­inu 1994 hafi ut­an­rík­is­ráðherra verið falið for­svarið. „Ég geri ráð fyr­ir að við mun­um hafa málið í svipuðum far­vegi en ég und­ir­strika að það á eft­ir að ræða þetta,“ sagði Jó­hanna.

Hún sagði að hvar sem for­svarið verður muni fjór­ir ráðherr­ar koma að mál­inu: for­sæt­is­ráðherra, ut­an­rík­is­ráðherra, fjár­málaráðherra og efna­hags- og viðskiptaráðherra. Und­ir­bún­ing­ur sé að hefjast í dag og farið verði yfir málið með sér­fræðing­um. Þá verði haft sam­ráð við stjórn­ar­and­stöðu og ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is um fram­gang­inn all­an tím­ann „því við þurf­um sann­ar­lega á því að halda að sýna góða sam­stöðu í þessu máli“.

Óhönd­ug­legt

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, sagðist einnig vilja hrósa Jó­hönnu fyr­ir skýr orð um að sýna verði sam­stöðu í málsvörn þjóðar­inn­ar í Ices­a­ve-mál­inu. Þá yrði að segja það Árna Páli Árna­syni til hróss, að eft­ir að niðurstaða síðustu þjóðar­at­kvæðagreiðslu um Ices­a­ve lá fyr­ir hefði Árni Páll ekki aðeins virkjað ólíka stjórn­mála­flokka held­ur einnig þá aðila, sem voru mjög and­víg­ir Ices­a­ve-sam­komu­lag­inu á sín­um tíma, „og er það vel,“ sagði hún.

Þor­gerður Katrín spurði hvers vegna Jó­hanna gæti ekki kveðið skýrt upp úr um að Árni Páll hefði for­ræði á mál­inu. „Af feng­inni reynslu sjá­um við að aðrir ráðherr­ar hafa ekki farið hönd­ug­lega með for­ræði Ices­a­ve-máls­ins. Við treyst­um því að þau vinnu­brögð, sem efna­hags- og viðskiptaráðherra hef­ur sýnt, verði viðhöfð,“ sagði Þor­gerður.

Jó­hanna sagðist vera ósam­mála um að aðrir ráðherr­ar hefðu höndlað Ices­a­ve-málið óhönd­ug­lega. Þannig hefði fjár­málaráðherra staðið sig ein­stak­lega vel í mál­inu og lagt sig mjög fram um það að hafa hags­muni Íslands í fyr­ir­rúmi.

Þor­gerður Katrín spurði einnig hvort ekki væri ljóst, að fyr­ir­huguð upp­stokk­un í rík­is­stjórn­inni myndi veikja stöðu Íslands í Ices­a­ve-mál­inu ef Árni Páll myndi víkja úr stjórn­inni. Jó­hanna sagðist ekki myndi gefa svör úr ræðustóli Alþing­is um hugs­an­lega upp­stokk­un í rík­i­s­tjórn­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert