Breytingar á ráðherraskipan taka tíma

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að það muni taka tíma að gera þær breytingar á ríkisstjórninni sem áformað sé að gera. Hún segir að málið hafi lítið verið rætt síðustu daga.

Jóhanna sagði þetta í viðtali á Rás 2 í morgun. Jóhanna sagði að forystumenn ríkisstjórnarinnar hefðu rætt um það fyrir einu ári, þegar breytingar voru gerðar á ríkisstjórninni, að gera aftur breytingar í lok kjörtímabilsins. Ríkisstjórnin ætti eftir að ljúka við tvær breytingar á stjórnarráðinu sem fjallað væri um í stjórnarsáttmálanum, annars vegar að stofna auðlinda- og umhverfisráðuneyti og hins vegar að sameina sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og iðnaðarráðuneytið.

„Við munum taka okkur góðan tíma í þetta. Þetta er ekki einfalt mál og það er spurning hvort það verður tekið í einum eða tveimur skrefum,“ sagði Jóhanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert