Ekki fleiri brottfluttir í 100 ár

Samtals hafa rúmlega 9.000 fleiri Íslendingar flutt frá landinu en …
Samtals hafa rúmlega 9.000 fleiri Íslendingar flutt frá landinu en til þess á þessum frá árinu 2001 eða um 3% af þjóðinni, segir Ágúst. mbl.is/Golli

Tvö pró­sent af íbú­um lands­ins með ís­lenskt rík­is­fang hef­ur flutt af landi brott um­fram aðflutta á fjög­urra ára tíma­bili, eða frá 2008-2011. Sam­tals um 6.300 manns, að því er fram kem­ur í sam­an­tekt Ágústs Ein­ars­son­ar, pró­fess­ors við Há­skól­ann á Bif­röst.

Hann tek­ur fram að töl­ur fyr­ir þrjá síðustu mánuði árs­ins séu áætlaðar.

„Þetta er lang­mesti fjöldi Íslend­inga sem hef­ur flutt af landi brott á 4 árum í sögu lands­ins og fara þarf 100 ár til baka til að finna hærra hlut­fall brott­fluttra um­fram aðflutta af íbú­um lands­ins,“ seg­ir Ágúst. Ljóst sé að banka­hrunið hafi haft mikl­ar af­leiðing­ar.

Hann seg­ir að gera megi ráð fyr­ir að um helm­ing­ur af þessu fólki sé á vinnu­markaði og at­vinnu­leysi sem sé nú um 7% væri lík­lega um 9% ef þessi brott­flutn­ing­ur hefði ekki orðið. Hugs­an­lega sé fjöld­inn meiri því ekki hafi all­ir brott­flutt­ir skráð sig.

Nú­ver­andi staða eins­dæmi

„Frá 2001 í rúm­an einn ára­tug til og með ár­inu 2011 hafa á hverju ári fleiri Íslend­ing­ar flutt frá land­inu en til lands­ins nema árið 2005. Sam­tals hafa rúm­lega 9.000 fleiri Íslend­ing­ar flutt frá land­inu en til þess á þess­um 11 árum eða um 3% af þjóðinni. Ein skýr­ing þessa er að fjöl­marg­ir fóru að vinna hjá ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um er­lend­is á þess­um tíma. Nú­ver­andi staða er að mörgu leyti eins­dæmi í sögu lands­ins,“ seg­ir Ágúst.

Hann bend­ir á að á fjög­urra ára ára tíma­bili, á ár­un­um 1873 til og með ár­inu 1876, hafi brott­flutt­ir um­fram aðflutta verið 2,7% af íbú­um lands­ins. Nokkr­um árum seinna eða frá 1872 til 1889 hafi þetta hlut­fall verið 6,1% og það séu mestu bú­ferla­flutn­ing­ar í sögu lands­ins sem hlut­fall af íbú­um á 4 árum. Þetta hafi verið 4.400 manns en þá bjuggu hér ein­ung­is um 70.000 manns.

10 þúsund yf­ir­gáfu landið 1872 - 1894

„Á tíma­bili Vest­urfar­anna á 23 árum, 1872 til 1894, flutt­ust 14,8% af íbú­um til út­landa um­fram þá sem fluttu til lands­ins eða rúm­lega 10 þúsund manns,“ seg­ir Ágúst.

Þá bend­ir hann á að á 20. öld­inni séu nokkr­ar krepp­ur þar sem fólk flytji til út­landa.

„Á fyrstu árum ald­ar­inn­ar á ár­un­um 1900 til 1903 flytj­ast 2,5% af íbú­um um­fram aðflutta til út­landa. Í næstu krepp­um er þetta hlut­fall frá 0,9% upp í 1,8% á 4 ára tíma­bil­um, t.d. 1,5% í krepp­unni 1968 þegar síld­in hrundi og mikið verðfall varð á fiskaf­urðum í Banda­ríkj­un­um en á þeim 4 árum voru brott­flutt­ir Íslend­ing­ar um­fram aðflutta 3.000 manns,“ seg­ir í sam­tekt Ágústs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert