Tveir hafa verið fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað eftir árekstur síðdegis í dag. Að sögn lögreglunnar á Fáskrúðsfirði er ekki vitað hver líðan mannanna er. Við áreksturinn kviknaði í öðrum bílnum og er hann að líkindum ónýtur.