Hagsmunasamtök heimilanna fá lögbannsheimild

heimilin.is

Á fundi með innanríkisráðherra í gær var formanni Hagsmunasamtaka heimilanna afhent bréf þess efnis að ráðuneytið hefði ákveðið að verða við beiðni um að veita Hagsmunasamtökum heimilanna heimild til að leita lögbanns eða höfða dómsmál í samræmi við heimildir laga um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda.

Í maímánuði fóru Hagsmunasamtök heimilanna ásamt talsmanni neytenda á fund innanríkisráðherra og fóru formlega fram á þessa heimild. Beiðnin var síðan ítrekuð síðar um sumarið og aftur í haust. Þann 16. nóvember fóru formaður HH og talsmaður neytenda aftur á fund innanríkisráðherra til að ítreka beiðnina og hafði ráðherra þá tekið ákvörðun um að verða við beiðninni um heimildina sem síðan var veitt með formlegum hætti í gær, þann 15. desember 2011.

Önnur íslensk félagasamtök sem hafa slíka heimild eru Neytendasamtökin, Félag íslenskra bifreiðaeigenda og Alþýðusamband Íslands.
Ekki er vitað til að heimildin hafi nokkurn tímann verið nýtt til verndar neytendum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert