Harðar deilur á þingfundi

Hvöss orðaskipti urðu við umræður um störf þingsins á Alþingi …
Hvöss orðaskipti urðu við umræður um störf þingsins á Alþingi í morgun. mbl.is/Golli

Þing­menn deildu hart við upp­haf þing­fund­ar í morg­un um til­lögu Bjarna Bene­dikts­son­ar um að ákær­an á hend­ur Geir H. Haar­de verði dreg­in til baka. Þing­menn Sjálf­stæðis­flokks hvöttu þing­menn til að taka hönd­um sam­an um til­lög­una en nokkr­ir þing­menn stjórn­ar­flokk­anna gagn­rýndu til­lög­una. 

Magnús Orri Schram Sam­fylk­ing­unni sagði að Alþingi ætti ekki að grípa inn í fer­il ákæru­máls­ins. Sagðist hann bera fullt traust til þess að Geir H. Haar­de njóti sann­gjarn­ar og rétt­látr­ar málsmeðferðar fyr­ir Lands­dómi.

Pét­ur H. Blön­dal, Sjálf­stæðis­flokki, minnti á að fyrst hafi verið lagt upp með að fjór­ir ráðherr­ar yrðu ákærðir en síðan samþykkti meiri­hluti þing­manna að ein­göngu Geir yrði ákærður. „Ég held að Alþingi eigi að end­ur­skoða þetta mál, sér­stak­lega þegar búið er að vísa veiga­mikl­um þátt­um frá,“ sagði hann.

Ólína Þor­varðardótt­ir Sam­fylk­ing­unni sagði Lands­dóms­málið erfiðasta málið sem Alþingi hefði fengið til úr­lausn­ar. „Alþingi Íslend­inga get­ur ekki verið þekkt fyr­ir það að ganga inn í rétt­ar­hald sem er hafið fyr­ir dóm­stól. Það væri að bíta höfuðið af skömm­inni,“ sagði hún. Sagði Ólína frá­leitt ef for­seti léti sér til hug­ar koma að setja málið á dag­skrá.

Björn Val­ur Gísla­son, þing­flokks­formaður Vinstri grænna, sagði að þetta mál kæmi úr „myrk­ustu iðrum Sjálf­stæðis­flokks­ins“. Sagði hann að ákær­an væri í ágæt­is­far­vegi. „Það er Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og eng­inn ann­ar sem er að biðja um það að málið verði dregið til baka,“ sagði hann.

Lúðvík Geirs­son Sam­fylk­ing­unni gagn­rýndi til­lög­una og vinnu­brögð sem viðhöfð væru á þing­inu. „Það var hér úr ræðustól þings­ins fyr­ir nokkru síðan lögð fram sú hug­mynd að það væri ástæða til að setja upp ról­ur í hliðarsöl­um, þar sem ein­staka þing­menn, sem geta ekki unað þeim al­mennu starfs­hátt­um, sem eiga að vera hér á þing­inu, gætu dundað sér í þeim ról­um,“ sagði Lúðvík og sagði hugs­an­lega væri nú ástæða til að taka þá til­lögu aft­ur til skoðunar.

Gunn­ar Bragi Sveins­son, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði skrítið að heyra þá gagn­rýni stjórn­arþing­manna að Alþingi eigi ekki að grípa inn í dóms­mál. Þetta væru flokk­arn­ir sem gætu hunsað niður­stöður t.d. Hæsta­rétt­ar um ógild­ingu kosn­ing­anna til stjórn­lagaráðs.

„Ég hef aldrei á ævi minni kynnst öðrum eins munn­söfnuði og vinnu­brögðum og hjá hátt­virt­um þing­mönn­um, Þór Sa­ari og Birni Val Gísla­syni, á síðustu dög­um þegar verið er að semja um mál,“ sagði hann og beindi spjót­um sín­um að þing­flokki Vinstri grænna, sem hann sagði að hefði ekki staðið við samn­inga um af­greiðslu þing­máls. Þá sagði Gunn­ar Bragi að þing­menn Hreyf­ing­ar­inn­ar ættu að skamm­ast sín. Þeir væru alltaf að vanda um fyr­ir öðrum þing­mönn­um. „Ég held að þing­menn Hreyf­ing­ar­inn­ar ættu bara að skamm­ast sín, hlusta á eig­in ræður og hvernig þess­ir þing­menn tala niður Alþingi og tala niður þjóðina. Þið eruð okk­ur til skamm­ar,“ sagði hann.  

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði að það væri Alþingi sem ræki Lands­dóms­málið og af því leiði að Alþingi hlyti að hafa á því skoðun og geta skipt um skoðun á því ef því sýnd­ist svo.

Sig­mund­ur Davíð sagði það eðli­lega kröfu að fá að taka þetta mál fyr­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert