Þingi frestað á morgun

Þingmenn hlýða á umræður á Alþingi.
Þingmenn hlýða á umræður á Alþingi.

Náðst hef­ur sam­komu­lag á Alþingi um að þing­fund­um verði frestað á morg­un. Í sam­komu­lag­inu felst að mælt verður fyr­ir þings­álykt­un­ar­til­lögu Bjarna Bene­dikts­son­ar, um að falla frá ákæru á hend­ur Geir H. Haar­de, þegar þing kem­ur aft­ur sam­an, en ekki síðar en 20. janú­ar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is mun sak­sókn­ar­nefnd þings­ins fjalla um málið í þing­hlé­inu.

Alþingi kem­ur aft­ur sam­an eft­ir jóla­frí 16. janú­ar nk. Í sam­komu­lagi við for­seta Alþing­is fólst að þings­álykt­un­ar­til­laga Bjarna verði tek­in fyr­ir sem fyrst eft­ir fríið, en ekki síðar en 20. janú­ar. Þá verður þings­álykt­un­ar­til­laga um staðgöngu­mæðrun ekki af­greidd fyr­ir jóla­hlé, held­ur tek­in fyr­ir 17. janú­ar.  

Þrjá­tíu og þrjú þing­mál lágu fyr­ir á Alþingi þegar þing­fund­ur hófst um klukk­an hálfell­efu í  morg­un. Stefnt er að því að ljúka sem flest­um mál­um í nótt og af­greiða til nefnda en síðan verði at­kvæðagreiðslur um þau mál kl. 10:30 í dag. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert