Þingi frestað á morgun

Þingmenn hlýða á umræður á Alþingi.
Þingmenn hlýða á umræður á Alþingi.

Náðst hefur samkomulag á Alþingi um að þingfundum verði frestað á morgun. Í samkomulaginu felst að mælt verður fyrir þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar, um að falla frá ákæru á hendur Geir H. Haarde, þegar þing kemur aftur saman, en ekki síðar en 20. janúar.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is mun saksóknarnefnd þingsins fjalla um málið í þinghléinu.

Alþingi kemur aftur saman eftir jólafrí 16. janúar nk. Í samkomulagi við forseta Alþingis fólst að þingsályktunartillaga Bjarna verði tekin fyrir sem fyrst eftir fríið, en ekki síðar en 20. janúar. Þá verður þingsályktunartillaga um staðgöngumæðrun ekki afgreidd fyrir jólahlé, heldur tekin fyrir 17. janúar.  

Þrjátíu og þrjú þingmál lágu fyrir á Alþingi þegar þingfundur hófst um klukkan hálfellefu í  morgun. Stefnt er að því að ljúka sem flestum málum í nótt og afgreiða til nefnda en síðan verði atkvæðagreiðslur um þau mál kl. 10:30 í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert