Mikið um dauða síld við Stykkishólm

Síldveiðar við Stykkishólm
Síldveiðar við Stykkishólm mbl.is/Gunnlaugur Árnason

Sjómenn í Stykkishólmi segja mikið af dauðri síld sé við eyjar við Stykkishólm þessa dagana. Ekki er talið að síldin hafi drepist vegna sýkingar heldur sé um að ræða síld sem nótaveiðiskip hafi sleppt í hafið.

Frá þessu er sagt í Skessuhorni. Í fréttinni segir að þegar síldinni sé sleppt afhreistrist hún og drepist. Haft er eftir sjómanni að það sé dauð síld um allan sjó. Hún ýmist fljóti eða setjist á botninn. Lyktin af rotnandi síld sé ógeðsleg.

Sýking hefur verið í síldarstofninum, en viðmælandi Skessuhorns telur að það sé ekki ástæðan fyrir því að síldin hafi drepist heldur hafi skipin sleppt úr nótinni.

Frétt Skessuhorns

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka