Mikið um dauða síld við Stykkishólm

Síldveiðar við Stykkishólm
Síldveiðar við Stykkishólm mbl.is/Gunnlaugur Árnason

Sjó­menn í Stykk­is­hólmi segja mikið af dauðri síld sé við eyj­ar við Stykk­is­hólm þessa dag­ana. Ekki er talið að síld­in hafi drep­ist vegna sýk­ing­ar held­ur sé um að ræða síld sem nóta­veiðiskip hafi sleppt í hafið.

Frá þessu er sagt í Skessu­horni. Í frétt­inni seg­ir að þegar síld­inni sé sleppt af­hreistrist hún og drep­ist. Haft er eft­ir sjó­manni að það sé dauð síld um all­an sjó. Hún ým­ist fljóti eða setj­ist á botn­inn. Lykt­in af rotn­andi síld sé ógeðsleg.

Sýk­ing hef­ur verið í síld­ar­stofn­in­um, en viðmæl­andi Skessu­horns tel­ur að það sé ekki ástæðan fyr­ir því að síld­in hafi drep­ist held­ur hafi skip­in sleppt úr nót­inni.

Frétt Skessu­horns

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert