Minkaskinn seljast vel

Minkaskinn.
Minkaskinn. mbl.is/Ómar

Góð sala var í minkaskinnum á fyrsta loðskinnauppboði sölutímabilsins í Kaupmannahöfn í gær og verð á svipuðu róli og í fyrra. Byrjunin þykir lofa góðu fyrir framhaldið í vetur.

„Þetta fer bara vel af stað, það er 100% sala og markaðurinn virðist vera í jafnvægi,“ sagði Einar E. Einarsson, ráðunautur Bændasamtakanna í loðdýrarækt. „Verðið var svo hátt í fyrra að menn trúðu því ekki að það héldist svona hátt lengi. Þeir hafa frekar átt von á að verðið leiti eitthvað niður á við en eftirspurnin er gríðarleg.“

Uppboðið hófst í fyrradag með sölu á refaskinnum, chinchilla og öðrum sjaldgæfari skinnategundum. Í gærmorgun var byrjað að bjóða upp minkaskinn og verður því haldið áfram þar til í kvöld. Einar sagði að högnaskinn hefðu hækkað lítillega en feldir af læðum lækkað lítið eitt. Segja megi að verðið sé stöðugt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert